Íslenska

In anderen Sprachen · Dans d'autres langues · En otras lenguas · På andra språk
На других языках · Muilla kielillä · その他の言語で · 用别的语言 · Á öðrum málum
User avatar
DesEsseintes
cleardarkness
cleardarkness
Posts: 4627
Joined: Sun 31 Mar 2013, 12:16

Re: Íslenska

Post by DesEsseintes » Fri 26 Apr 2013, 05:25

Hæ allir saman!

Ég spyr bara af forvitni:

Af hverju hafið þið svona mikinn áhuga á íslensku?

Sjálfum finnst mér íslenska frekar klunnalegt tungumál, en eins og sagt er á ensku: familiarity breeds contempt :mrgreen:
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Fri 03 May 2013, 15:25

Klunnalegt? Ertu að grínast? Íslenska leyfir manni að leika miklu meira með orðin og stað þeirra í setningum. Sagnorðin eru mjög fjölbreytt og gaman er að nota þau. Æðislegt mál, bara.

En venjulegt er nú að fólk líkar illa við móðurmál sitt (því þú ert íslenskur, eða?), og að því finnst það "ósvalt" eða eitthvað. Og þess vegna vilja margir ungir sviar oft nota ensk orð í staðinn fyrir sænsk, til dæmis. Því sænskan er ekki svöl en enskan bara vááá maarr fokking vá. ;p

Minn áhugi á íslensku kemur vegna framburðsins, sagnorðanna, nafnorðanna... Vegna alls sem hljóðin og orðin gera, eins og a > ö. Það er frábært. Málið "flýtur" vel úr munninum. Á tungunni. Finnst mér gott, bara. Þó íslenskan mín sé ekki fullkomin finnst mér samt ég vera frekar "heima" í málinu.
User avatar
DesEsseintes
cleardarkness
cleardarkness
Posts: 4627
Joined: Sun 31 Mar 2013, 12:16

Re: Íslenska

Post by DesEsseintes » Sat 04 May 2013, 13:30

Sniðugt að heyra að þér finnist nokkurn veginn það sama um íslensku og mér finnst um rússnesku! Að mínu mati er íslenska nefnilega mjög stirð hvað orðaval og notkun varðar, og svo finnst mér vera svo margt sem ég get ekki sagt liðlega á íslensku sem ekkert mál er að segja á öðrum tungumálum.

Aftur á móti finnst mér sænska fallegust af norðurlandamálunum, en þótt ég skilji hana ágætlega hefur mér aldrei tekist að læra hana.
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Sat 04 May 2013, 19:17

Jú, venjulegt er kannski ekki að á hverjum degi og í hverri setningu leika með orðin eins og hægt er, en það er samt mögulegt á íslensku meira en á sænsku og miklu, miklu meira en á ensku. Kannski hljóma ég gamaldags og galið ef ég geri það, en mér er sama um það, því mér er þá bara gaman og gleði. :D

"Flýtur íslenska tungu á". Og svona. <3
User avatar
MONOBA
honored member
honored member
Posts: 485
Joined: Sat 04 Dec 2010, 14:22

Re: Íslenska

Post by MONOBA » Thu 23 May 2013, 00:11

Ég held að ástæðan fyrir því að mörgum málhöfum finnast móðurmál sín ljót eða leiðinleg sé sú að maður skilur allt á því máli og er líklegri til að finnast það sem fólk segir leiðinlegt, ómerkilegt eða pirrandi. Það er að segja maður finnur betur fyrir heimsku fólks á móðurmáli sínu. Ég fæ til dæmis heljarinnar kjánahroll um leið og ég heyri eitthvað asnalegt á minni mállýsku (eða bara mállýskuna sjálfa), en það er eins og ég finni ekki fyrir jafnmiklum samaulahrolli (samaulúð?) með Íslendingum. Ég hlæ bara álengdar.

Þegar maður lærir tungumál er maður annaðhvort þvingaður til þess eða heillaður af því. Þá verður það enn fallegra fyrir vikið og móðurmálið þeim mun ljótara.
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Thu 23 May 2013, 14:36

Já, jú. Ég skil það. En mér finnst á sama tíma að manneskjum mjög oft finnst þeirra eigin mállýsku betri en annarra. Svíar berjast alltaf um hvernig mállýskan þeirra sé meira rétt en aðrar, eða hvernig norska eða danska hljómi merkilega eða gamaldags eða ekki gamaldags (þrátt fyrir að það oft er sænskan sem þá reyndar er gamaldags eða ekki, eða sænskan sem er merkileg þegar orð er sama á öllum öðrum norrænum málum en henni). Fólk er merkilegt...
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Mon 25 Nov 2013, 11:08

Ceresz, þú lofaðir mér að þú myndir reyna að skrifa eitthvað hérna!
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Wed 27 Nov 2013, 09:14

En þetta var nú bara algjör lygi, sko. [:'(]
User avatar
Ceresz
shadowlight
shadowlight
Posts: 2680
Joined: Sat 16 Oct 2010, 01:14
Location: North
Contact:

Re: Íslenska

Post by Ceresz » Wed 27 Nov 2013, 15:44

Fyrirgefðu, en ég hef verið upptekinn með lífinu mínu [:P]. Og núna læri ég japönsku aftur, svó ég er upptekinn með það hehe.
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Wed 27 Nov 2013, 18:45

En íslenzka er betra og mikilvægara mál. :( Japanarnir eru að deyja hvort eð er, svo bráðum geturðu ekki talað við þá lengur. http://www.youtube.com/watch?v=qpZbu7J7UL4
User avatar
Aszev
admin
admin
Posts: 1505
Joined: Tue 11 May 2010, 04:46
Location: Upp.
Contact:

Re: Íslenska

Post by Aszev » Wed 12 Feb 2014, 10:07

Sæl sæl, nú er ég aftur að læra íslensku og þá á ég að sjálfsögðu að æfa mig. Ég hafði hugsað mér að skrifa hérna og vonandi ætlið þið sem getið að rétta mig [:)]
Sound change works in mysterious ways.

Image CE
User avatar
MONOBA
honored member
honored member
Posts: 485
Joined: Sat 04 Dec 2010, 14:22

Re: Íslenska

Post by MONOBA » Sat 15 Feb 2014, 16:12

Aszev wrote:Sæl sæl, nú er ég aftur að læra íslensku og þá á ég að sjálfsögðu að æfa mig. Ég hafði hugsað mér að skrifa hérna og vonandi ætlið þið sem getið að rétta mig [:)]
Nú er ég byrjaður að læra íslensku aftur, og því (þess vegna) þarf ég að sjálfsögðu að æfa mig. Ég hafði hugsað mér að skrifa hér og vonandi getið þið leiðrétt mig.
Ég hefði sagt þetta svona :)
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Mon 10 Mar 2014, 15:10

Vá, þið eruð á lífi!
User avatar
DesEsseintes
cleardarkness
cleardarkness
Posts: 4627
Joined: Sun 31 Mar 2013, 12:16

Re: Íslenska

Post by DesEsseintes » Thu 13 Mar 2014, 07:08

Það hefur nú ekki verið mikið lífsmark með þér sjálfum/sjálfri... [;)] Hvað er að frétta af Vanga?
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Thu 13 Mar 2014, 08:01

DesEsseintes wrote:Það hefur nú ekki verið mikið lífsmark með þér sjálfum/sjálfri... [;)] Hvað er að frétta af Vanga?
Já, ég veit. :( Og þess vegna er heldur ekki mikið að segja um vöngu (<- af hverju beygðirðu það ekki?! þetta er það besta! :D).
User avatar
DesEsseintes
cleardarkness
cleardarkness
Posts: 4627
Joined: Sun 31 Mar 2013, 12:16

Re: Íslenska

Post by DesEsseintes » Thu 13 Mar 2014, 08:07

Ég hélt að Vanga væri hvorugkynsorð? Eða ætti það frekar að vera Vangska?

Vangska er svo sæt! :mrgreen:
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Thu 13 Mar 2014, 10:21

DesEsseintes wrote:Ég hélt að Vanga væri hvorugkynsorð? Eða ætti það frekar að vera Vangska?

Vangska er svo sæt! :mrgreen:
Er þá ekki ”vanska„ betra á íslensku? En nei, á íslensku hef ég alltaf notað orðið sem kvenkynsorð, eins og ”íslenska„ og önnur málsnöfn með -a, sko. :p Þó virki ”vanska„ vel líka, vegna þess að slíkt orð fær sér sömu hljóðbreytingu. Vönsku!
User avatar
MONOBA
honored member
honored member
Posts: 485
Joined: Sat 04 Dec 2010, 14:22

Re: Íslenska

Post by MONOBA » Thu 13 Mar 2014, 12:10

Ég myndi segja vanga > vánska eða vænska.

Og;

málsnöfn > málaheiti (nöfn eru fyrir fólk).

Fær sér sömu hljóðbreytingu > verður fyri sömu hljóðbreytingu (fá sér mat, kaffi, hlé - verða fyrir e-u á betur við hér).
Prinsessa
runic
runic
Posts: 3226
Joined: Mon 07 Nov 2011, 14:42

Re: Íslenska

Post by Prinsessa » Thu 13 Mar 2014, 13:08

MONOBA wrote:Ég myndi segja vanga > vánska eða vænska.
Þá líkar mér nóg best við vánsku, en bæði orð eyða samt hljóðbreytingunni! :(
MONOBA wrote:málsnöfn > málaheiti (nöfn eru fyrir fólk).
Ahh, rétt er það.
MONOBA wrote:Fær sér sömu hljóðbreytingu > verður fyri sömu hljóðbreytingu (fá sér mat, kaffi, hlé - verða fyrir e-u á betur við hér).
Ó, þetta hef ég aldrei séð.

Þakka þér.
User avatar
MONOBA
honored member
honored member
Posts: 485
Joined: Sat 04 Dec 2010, 14:22

Re: Íslenska

Post by MONOBA » Thu 13 Mar 2014, 13:23

Skógvur wrote:
MONOBA wrote:Ég myndi segja vanga > vánska eða vænska.
Þá líst mér nóg best við vánsku, en bæði orð eyða samt hljóðbreytingunni! :(
MONOBA wrote:málsnöfn > málaheiti (nöfn eru fyrir fólk).
Ahh, rétt er það.
MONOBA wrote:Fær sér sömu hljóðbreytingu > verður fyri sömu hljóðbreytingu (fá sér mat, kaffi, hlé - verða fyrir e-u á betur við hér).
Ó, þetta hef ég aldrei séð.

Þakka þér.

Ég varð fyrir einelti, líkamsárás, bíl.
Þetta hefur aldrei komið fyrir mig.

Í sambandi við málaheiti (ég veit reyndar ekki hversu algengt væri að nota það orð): það má yfirleitt búa til orð með því að skeyta aftan á eitthvert orð í eignarfalli (fleirtölu) -heiti.

dýraheiti, trjáheiti, plöntuheiti (ath. ekki plantnaheiti).

Vanga (eins og vangi) er með -á-, þannig að vánska varðveitir alveg lenginguna. Vangneska, Vangíska, Vánska, Vænska, Áska, Æska.
Post Reply